LITIÐ TILBAKA


22 July 2022

Touchdown World Harp Congress

Heimsþing hörpuleikara (World Harp Congress) verður haldið í Cardiff, Wales dagana 22.-28.júlí. Fulltrúar frá Íslandi verða Katie Buckley og Elísabet Waage sem munu leika hörpudúó sem samin voru fyrir þær. Fyrra verkið er eftir Kolbein Bjarnason og heitir Þrjár etýður og eftirmáli. Seinna verkið er samið af Lars Graugaard frá Danmörku. Það heitir Touchdown og er samið fyrir fjórhenta hörpu.


14 June 2022

Noktúrnur, tregaljóð og dillandi dansar

Hörputónar í Hvalsneskirkju þriðjudagskvöldið 14.júní kl.19.30. Elísabet Waage leikur fjölbreytta efnisskrá undir yfirskriftinni Noktúrnur, tregaljóð og dillandi dansar.


20 November 2021

Heiðríkjan og Don Kíkóti

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu frumflytja nýtt tónverk eftir Pál Ragnar Pálsson: Notre dame á tónleikum sem eru hluti af 15.15 tónleikaröðinni í Breiðholtskirkju. Auk þess flytja þær Sónötu í A-dúr eftir Franz Schubert og Due Canzone di Don Chisciotte eftir Jurrian Andriessen.

 


05 February 2021

Vetrarhátíð - tónleikar

Eftir tónleikalaust haust vegna  samkomutakmarkana býður Vetrarhátíð í Kópavogi loks upp á tónlistarflutning! Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu flytja tónsmíðar sem Leifur Þórarinsson og Bára Grímsdóttir sömdu fyrir þær ásamt útsetningum á íslenskum þjóðlögum og sönglögum eftir Tryggva M. Baldvinsson. Tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimili Kópavogs  og hefjast kl.17.00. 


29 January 2020

Myrkir músíkdagar - Caput

Caput leikur á Myrkum Músíkdögum verk eftir K.Óla, Veronique Vöku og Gavin Bryars. Breiðholtskirkja kl.20.00


21 December 2019

Aðventutónleikar í Seltjarnarneskirkju

Laugardaginn 21.des. verða haldnir aðventutónleikar í Seltjarnarneskirkju. Þar syngja Björg Þórhallsdóttir sópran og Oddur Arnþór Jónsson ásamt sönghóp. Peter Tompkins leikur á óbó, Elísabet Waage á hörpu, Kristín Lárusdóttir á selló og Hilmar Örn Agnarsson á orgel. 


02 December 2019

Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar

Kórkonur í Kvennakór Garðabæjar eru sannarlega komnar í snemmbúið jólaskap! Að þessu sinni verða tvennir aðventutónleikar þar sem uppselt hefur verið sl. tvö ár og færri komust að en vildu. Fyrri tónleikanir verða mánudagskvöldið 2. desember og þeir seinni þriðjudagskvöldið 3. desember og hefjast kl. 20 í hinni hljómfögru Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Efnisskrá aðventutónleika okkar er ætíð fjölbreytt þar sem hátíðleiki og léttleiki mætast í jólalögum frá öllum heimshornum. Sérstakir gestir eru hljóðfæraleikararnir Elísabet Waage, hörpuleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari. Stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.


10 November 2019

Söngur og sagnir í Skálholtskirkju

,,Söngur og sagnir á Suðurlandi”
Tónleika- og sagnastund verður í Skálholtskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16. Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Sérstakur gestur tónleikanna er Eyjólfur Eyjólfsson tenór og langspilsleikari.

Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög, trúarljóð og þekktar perlur tónbókmenntanna ásamt íhugunum flytjenda um tengsl tónlistar við trú okkar og sögu.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Þetta eru lokatónleikar í tónleikaröðinni „Söngur og sagnir á Suðurlandi" sem styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.


02 November 2019

Guðmundur Steinn og Lars Graugaard - Caput 15:15 Tónleikasyrpan

Laugardaginn 2. nóvember býður 15:15 tónleikasyrpan í Breiðholtskirkju upp á dagskrá með nýjum verkum tónskáldanna Guðmundar Steins Gunnarssonar og Lars Graugaard. Verkin eru samin fyrir Caput hópinn sem sér um hljóðfæraleik.
Á tónleikunum verður leikinn Stífluhringurinn: „þar sem Elliðaáin rennur. . .“ Kammersinfónía í tveim hlutum,

Verk Lars Graugaard er skrifað fyrir tvær hörpur og fimm klarinett tileinkað Guðna Franzsyni og verður flutt á milli þátta Kammersinfóníunnar.


26 October 2019

Langspilsvaka í Íslenska bænum

16:00 – „Sögur & söngloftið“ – Tónleikar með kirkjutónlistarlegu ívafi þar sem fjallað verður um hljóðfærin sem hljómað hafa í kirkjum landsins frá kristnitöku til dagsins í dag. Björg Þórhallsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og langspilsleikari, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson harmóníumleikari.


13 October 2019

Söngur og sagnir í Hruna

Söngur og sagnir í Hruna sunnudaginn 13. óktóber kl.20. 

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum.

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Báru Grímsdóttur, A. Pärt, F. Schubert, C. Frank. A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl.

Aðgangur er ókeypis.


28 September 2019

15:15 Áskell Másson - Portrett Caput hópurinn

Caput hópurinn flytur efnisskrá með völdum einleiks og kammerverkum Áskels Mássonar auk þess að frumfluttur verður eftir hann nýr oktett. Þ.á.m. er hörpusólóið Mirage sem leikið verður af Elísabetu Waage.


15 September 2019

Söngur og sagnir í Oddakirkju

Tónleika- og sagnastund verður í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 15. september kl 17. 

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum.

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Báru Grímsdóttur, A. Pärt, F. Schubert, C. Frank. A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl.

Hópurinn hefur átt farsælt samstarf um árabil og nú síðast í Strandarkirkju í Selvogi i ágúst sl.  

Á tónleikunum kemur einnig fram Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkna undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og sóknarpresturinn sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir fer með bænir og blessunarorð.

Aðgangur er ókeypis.


11 August 2019

Englar og menn; Maríumessa og lokatónleikar

Hin árlega Maríumessa og jafnframt lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn verða nk. sunnudag 11. ágúst í Strandarkirkju og hefjast kl. 14. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup þjónar.

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Þau flytja blandaða dagskrá af sálmum, íslenskum sönglögum, Maríubænum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Hreiðar Inga Þorsteinsson, A. Pärt, F. Schubert, J. Brahms, A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl.


20 July 2019

Ensemble 6263 leikur tónlist frá Norðurlöndum

Þessir tónleikar á Summartóna-hátíðinni eru samvinnuverkefni þjóða á breiddargráðunum  62 og 63. Meðlimir hópsins eru frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Finnlandi. Tónlistin er frá þessum löndum. Fulltrúi Færeyja er Kristian Blak en eftir hann verða flutt hörpukonsertinn Harpan; einleikari Elísabet Waage og Shaman með Veru Kondrateva. Stjórnendur eruTorodd Wigum og Guðni Franzson.


18 July 2019

Caput á Summartónum í Færeyjum

Tónleikar Caput-hópsins kl.15.00 í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Þetta er hluti af tónlistarhátíðinni Summartónar. Efnisskráin inniheldur m.a. tónsmíðar eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Atla Heimi Sveinsson.


30 June 2019

Englar og menn

Fyrstu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju. Fram koma Björg Þórhallsdóttir, sópran, Elísabet Waage, harpa, Hjörleifur Valsson, fiðla og Hilmar Örn Agnarsson harmóníum. Efnisskráin inniheldur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Massenet og ýmsa fleiri.


23 June 2019

Hörputónleikar á Tónlistarstundum í Vallarneskirkju

Hörputónleikar Elísabetar Waage á Tónlistarstundum verða í Vallaneskirkju 23.júní. Efnisskráin inniheldur verk eftir Croft, Bartók, Debussy, Natra o.fl. Aðgangur ókeypis.


01 June 2019

Mysterium - Hallgrímskirkja

Mótettukórinn, einsöngvarar og hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar frumflytja Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson.

Endurtekið 2.júní.


03 March 2019

Harpa í tvívídd - Tíbrá tónleikaröð í Salnum

Harpa í tvívídd

Tíbrá tónleikaröðin í Salnum í Kópavogi býður upp á tónleika þar sem tvær hörpur eru á sviðinu, 94 strengir, 14 pedalar og tveir hörpuleikarar. Á dagskrá eru ólíkar tónsmíðar sem sýna mismunandi möguleika hörpunnar; eða öllu heldur möguleikana þegar tvær hörpur leika saman.

Efnisskráin inniheldur barokk eftir Gluck, rómantík eftir hörpuleikara Viktoríu drottningar, 20. aldar tónlist sem þótti framúrstefnuleg á sínum tíma og íslenska nýsmíði eftir Kolbein Bjarnason.

Hörpuleikarar eru Katie Buckley og Elísabet Waage


02 February 2019

Myrkir músíkdagar - Girni og málmur, Hannesarholti

Íslensk tónskáld í glímu við girnis- og málmstrengi. Tónsmíðar skrifaðar fyrir Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og Elísabetu Waage hörpuleikara.

Laufey og Elísabet hafa stillt saman strengi sína í yfir tvo áratugi. Tónleikahald þeirra hefur verið vítt og breitt um Ísland, í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu. Íslensk tónskáld hafa samið og tileinkað þeim tónsmíðar sínar. Þær hafa hljóðritað saman og geisladiskur þeirra Serena kom út í árslok 2008


06 December 2018

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnafjarðar - Elísabet Waage harpa

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnafjarðar verða haldnir í Víðastaðakirkju, Hafnarfirði miðvikudagskvöldið 6.desember kl.20.00. Meðal verka á efnisskránni verður Dancing Day fyrir kvennakór og hörpu eftir John Rutter. Hörpuleikari er Elísabet Waage, stjórnandi Erna Guðmundsdóttir.


28 October 2018

Ísland og Tékkland fullvalda í 100 ár - Camerartica

 Fullvalda í 100 ár er yfirskrift íslensk-tékkneskrar tónlistarhátíðar sem haldin verður 28. október til að fagna 100 ára fullveldi beggja ríkjanna, Íslands og Tékklands, á árinu 2018. Flutt verður íslensk og tékknesk tónlist, allt frá klassíska tímabilinu til frumflutnings á glænýrri tónlist.

Camerarctica leikur í Norðurljósasal Hörpu kl. 13. Á efnisskránni eru tónsmíðar eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Franz Krommer og Bohuslav Martinů, Flytjendur eru Camerarctica og gestir:


Ármann Helgason, klarinetta
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla
Guðrún Þórarinsdóttir, víóla
Svava Bernharðsdóttir, víóla
Sigurður Halldórsson, selló
Elísabet Waage, harpa
Peter Máté, píanó


28 October 2018

Ísland og Tékkland fullvalda í 100 ár - Caput

Caput hópurinn spilar kl 15 í Norðurljósasal Hörpu. 

Caput hópurinn frumflytur tvö ný verk; Rounds eftir Hauk Tómasson og Echotopoeia eftir Pétur Eggertsson. Auk þess flytur Caput tónverk tékkneska tónskáldsins Ondrej Adamek, Ca tourne ça bloque, en öll verkin eru skrifuð fyrir tiltölulega stóra sinfóníettu.


22 October 2018

TKTK

Mánudagskvöldið 22.október kl.19 verða tónleikar í Hjallakirkju, Kópavogi í TKTK-tónleikaröð kennara við Tónlistarskóla Kópavogs. Fram koma
dúóið Elísabet Waage, harpa og Laufey Sigurðardóttir, fiðla og tríó skipað Svövu Bernharðsdóttur, viola d‘amore og víólu, Gunnhildi Höllu Guðmundsdóttur, selló og Jane Ade Sutarjo, píanó
Á efnisskrá dúósins eru Rúmenskir dansar eftir
Béla Bartók og útsetningar á íslenskum sönglögum og þjóðlögum eftir Tryggva Baldvinsson.

Aðgangur er ókeypis.


13 October 2018

Caput á Erkitíð- Spin -On Festival

Caput spilar í Norðurljósasal Hörpu. Þetta er liður í Erkitíð- Spin-On Festival. Á efnisskránni eru verk eftir John Luther Adams, Ann Cleare, Clara Iannotta, Lars Graugaard og Aaron Holloway-Nahum sem er jafnframt stjórnandi.


28 January 2017

Caput á Myrkum Músíkdögum

Caput flytur nýja tónlist eftir m.a. Áskel Másson, Niels Rosing-Schow, Sigurð Árna Jónsson og Jónas Tómasson í Norðurljósasal Hörpu kl.17.


11 December 2016

Jólatónleikar - Graduale Nobili og Elísabet Waage

Sunndagskvöldið 11. des. kl.20.30 verða árlegir jólatónleikar Graduale Nobili. Kórinn flytur ýmis jólalög en stærsta verkið á efnisskránni er Ceremony of Carols eftir Britten. Hörpuleikari er Elísabet Waage og stjórnandi Árni Heiðar Karlsson


08 December 2016

Koma ljóssins - aðventutónleikar

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal, Björg Þórhallsdóttir og Heloise Pilkington munu flytja tónlist gleði og friðar. Með þeim leika Gerry Diver á fiðlu, Guðmundur Pétursson á gítar, Hilmar Örn Agnarsson á orgel og Elísabet Waage á hörpu. Tónleikarnir eru í Laugarneskirkju og hefjast kl.20.30 


04 December 2016

Aðventutónleikar - Graduale Nobili og Elísabet Waage

Graduale Nobili heldur aðventutónleika í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 4.des. kl.20. Meðal verka er Ceremony of Carols eftir Britten. Hörpuleikari er Elísabet Waage og stjórnandi Árni Heiðar Karlsson.


17 August 2016

Sumartónleikar Pro Musica Antiqua í Póllandi

Miðvikudagskvöldið 17.ág. kl. 19.00 heldur pro Musica Antiqua tónleika í Lubawa í Póllandi í kirkjunni Kosciól pw.sw. Anny í ul.Koscielna 5. Þessi pólski kammermúsíkhópur sem starfar undir stjórn flautuleikarans Leszek Scarzynski mun flytja fjölbreytta efnisskrá. Á meðal gesta hópsins verður Elísabet Waage, hörpuleikari.


17 July 2016

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

BJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTR SÓPRAN, ELÍSABET WAAGE HARPA OG HILMAR ÖRN AGNARSSON HARMONIUM

Sunnudaginn 17.júlí kl.17 verða tónleikar í röð Sumartónleika í Akureyrarkirkju. Þar koma fram Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona ásamt Elísabetu Waage á hörpu og Hilmari Erni Agnarsyni á harmóníum. Tríóið hefur starfað saman um árabil og leggur sérstaka áherslu á flutning íslenskra sönglaga og þjóðlaga.


10 July 2016

Sumartónleikar í Skálholti

TÓNLIST JÓNS NORDAL

Sunnudaginn 10. júlí kl.14 munu sönghópurinn Hljómeyki og Caput flytja tónlist eftir Jón Nordal sem fagnaði níræðisafmæli sínu í vor. Á meðal verka verður Requiem, Dúó fyrir fiðlu og selló og Næturljóð á hörpu sem hann samdi fyrir Elísabetu Waage.


09 July 2016

Sumartónleikar í Skálholti

HÖRPULJÓÐ

Laugardaginn 9.júlí kl.14 munu meðlimir Caput-hópsins flytja tónlist eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hafliða Hallgrímsson og Jón Nordal. Eftir þann síðastnefnda verða flutt dúó fyrir fiðlu og selló og Næturljóð á hörpu sem hann samdi fyrir Elísabet Waage. Auk þess verður Tríó eftir Ibert fyrir fiðlu, selló og hörpu á efnisskránni leikið af HildigunniHalldórsdóttur, Sigurði Halldórssyni og Elísabetu Waage


07 July 2016

Sumartónleikar í Skálholti

STIKKLINGAR

Sönghópurinn Hljómeyki og félagar úr Caput-hópnum flytja fjölbreytta tónlist á tónleikum í Skálholtskirkju fimmtudaginn 7.júlí kl.20. Þar á meðal erTríó eftir Jacques Ibert fyrir fiðlu, selló og hörpu leikið af Hildigunni Halldórsdóttur, Sigurði Halldórssyni og Elísabetu Waage.


14 June 2016

Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju

Þriðjudagskvöldið 14.júní kl.20 leika Laufey Sigurðardótti fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari í Þingvallakirkju. Þær mun vera á þjóðlegum nótum og leika m.a. tónsmíð Báru Grímsdóttur Árferð sem hún samdi fyrir dúóið og byggði á íslenskum þjóðlagaarfi. Auk þess leika þær sónötu eftir F.W.Rust, nokkur bresk þjóðlög ásamt íslensku sönglögum.


22 April 2016

Draumalandið

Draumalandið er titill efnisskrár með íslenskri tónlist sem verður flutt í Temppeliaukion Kirkku, hinni kunnu Klettakirkju í Helsinki föstudaginn 22.apríl kl.13.00. Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage, hörpuleikari og Himar Örn Agnarsson, orgelleikari flytja ólík lög íslenskra tónskálda frá upphafi 20.aldar og til dagsins í dag.


20 April 2016

Tónlistarveisla í Hjallakirkju

Að kvöldi síðasta vetrardags, þann 20.apríl kl.20, verður haldin tónlistarveisla í Hjallakirkju. Kórar Hjallakirkju og Kópavogskirkju munu flytja Requiem eftir Rutter og messu eftir Chilcott. Einsöngvari er Þórunn Elín Pétursdóttir og stjórnendur eru Guðný Einarsdóttir og Lenka Matéova. Meðal hljóðfæraleikara eru Tómas Guðni Eggertsson á orgel og Elísabet Waage á hörpu.


10 April 2016

Sópran, flauta, víóla og harpa

Sunnudaginn 10.apríl verða haldnir tónleikar í Garðakirkju á Álftanesi kl.17. Flytjendur eru Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Kolbeinn Bjarnason flauta, Guðmundur Kristmundsson víóla og Elísabet Waage harpa. Á efnisskránni  eru 3 verk. Tríó Toru Takemitsu er nefnt And then I knew t´was wind. Þrjár aríur úr hinni miklu óperu Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson verða fluttar í fyrsta sinn í útsetningum tónskáldsins fyrir sópran og tríó.

Síðast hljómar tónsmíð John Taveners: To a child dancing in the wind. 

 


05 March 2016

Hið eilífa ljós

Tónleikar í Breiðholtskirkju laugardaginn 5.mars kl.16. 

Kór Breiðholtskirkju flytur Sálumessu eftir M. Duruflé og kórverk Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar við ljóð Ísaks Harðarsonar. Verkið nefnist Rennur upp um nótt. Flytjendur auk Breiðholtskirkjukórsins eru Marta G. Halldórsdóttir sópran, Hafsteinn Þórólfsson tenór, Elísabet Waage harpa, Guðný Einarsdóttir orgel, Sigurður Halldórsson selló, Steingrímur Þórhallsson orgel og Stúlknakór Domus Vox þjálfuð af Sigríði Soffíu Hafliðadóttur. Stjórnandi er Örn Magnússon.


13 December 2015

Jólatónleikar - Graduale Nobili og Elísabet Waage

Árlegir jólatónleikar Graduale Nobili ásamt Elísabetu Waage verða í Langholtskirkju 13. desember kl.17 . Að venju verður A Ceremony of Carols eftir B. Britten á efnisskránni en það verk kom út á diski fyrir nokkrum árum og hlaut mjög lofsamlega dóma í BBC Music Magazine.


19 October 2015

Hörpudúó - Edward Witsenburg og Elísabet Waage

Edward Witsenburg og Elísabet Waage leika hörpudúó í Salnum í Kópavogi mánudaginn 19.okt.kl.18. Á efnisskránni eru þjóðlög frá Skotlandi, Írlandi og Wales í undurfallegum útsetningum eftir Ann McDearmid. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á hörpunámskeiði Edwards í Tónlistarskóla Kópavogs.

Edward Witsenburg á langan feril að baki sem einleikari og kammertónlistarmaður. Margar kynslóðir hörpuleikara hafa notið leiðsagnar hans en hann kenndi við Konunglega Tónlistarháskólann í den Haag og Tónlistarháskólann í Amsterdam í Hollandi og Mozarteum í Salzburg í Austurríki. Elísabet var nemandi hans í den Haag. 

Tónleikarnir eru í samstarfi Tónlistarskólans og Salarins.


17 October 2015

Hörpunámskeið í Tónlistarskóla Kópavogs

Edward Witsenburg, heimsþekktur hörpuleikari og kennari frá Hollandi kennir hörpunemendum á námskeiði dagana 17.-19.október. Námskeiðið er haldið af Tónlistarskóla Kópavogs. Þátttakendur eru nemendur Elísabetar Waage, hörpukennara skólans ásamt nemendum Sophie Schoonjans sem kennir við Tónlistarskólann Do Re Mi og Tónskóla Sigursveins.

Edward Witsenburg á langan feril að baki sem einleikari og kammertónlistarmaður. Margar kynslóðir hörpuleikara hafa notið leiðsagnar hans en hann kenndi við Konunglega tónlistarháskólann í den Haag og Tónlistarháskólann í Amsterdam í Hollandi og við Mozarteum í Salzburg í Austurríki. Edward hefur haldið námskeið viða um lönd m.a. í Wales, Þýskalandi og Ástralíu.

Námskeiðinu lýkur mánudaginn 19.okt. með dúótónleikum Edwards með Elísabetu Waage sem er fyrrum nemandi hans.


14 September 2015

Töframáttur tónlistar - Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Elísabet Waage

Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum mánudaginn 14. september kl.14. Tónleikarnir eru í tónleikaröð sem kallast Töframáttur tónlistar. Hulda Björk og Elísabet munu flytja létta og leikandi tónlist m.a. eftir íslensk og amerísk tónskáld. Sungið verður um lítinn fugl og lygna móðu, sumarið og sveitina milli sanda.


23 August 2015

Missa semplice eftir John Speight - Schola Cantorum og Elísabet Waage

Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju verða sunnudaginn 23.ágúst kl.17. Schola cantorum syngur ýmis kirkjuleg verk. Kórinn frumflytur ásamt Elísabetu Waage Missa semplice eftir John Speight fyrir kór, sópraneinsöng og hörpu.


01 October 2017

Hörpur og strengir

Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 1.okt.kl.17. Yfirskrift tónleikanna er Hörpur og strengir og með kórnum leikur strengjakvartett skipaður Laufeyju Sigurðardóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Ásdísi Runólfsdóttur og Ólöfu Sesselju Halldórsdóttur. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó og Elisabet Waage á hörpu. Stjórnandi er Margrét Pálmadóttir.