A Ceremony of Carols



Stúlknakórinn Graduale Nobili, þekktur fyrir fagran söng, flytur ásamt Elísabetu tvö tónverk tengd jólahátíðinni, samin fyrir kór hárra radda með hörpu. Hið kunnasta og jafnframt undursamlegasta er A Ceremony of Carols eftir Britten. Hin tónsmíðin á diskinum, Dancing Day eftir John Rutter er safn breskra jólalaga líkt og verk Britten´s.

Upptaka þessi hlaut mikið lof gagnrýnenda BBC Music Magazine: „...Christalline pure tone and fluid phrasing characterize the choir´s singing ......both works benefit from the exquisitely sensitive harp accompaniments of Elísabet Waage...“

Eins var gagnrýni Fanfare Magazine Issue 37/4 (Mars/Ap 2014) full af lofi: „...this is one of the most perceptive and interesting performances of Britten´s piece...“

Diskurinn hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti klassíski diskurinn 2013.

(Smekkleysa SMC19)

Serena



Á þessum diski er að finna fiðlu- og hörpudúó úr klassískum ranni eftir Boieldieu, Rossini og Spohr. Einnig fallegar tónsmíðar eftir Misti Þorkelsdóttur og Leif Þórarinsson sem samdar voru sérstaklega fyrir Laufeyju og Elísabetu. Serena er tónsmíð Leifs en honum fannst að fara ætti með æðruleysisbænina fyrir og eftir flutning verksins.

(2009)

Flauta og harpa



Yehudi Menuhin ritaði eftirfarandi meðmæli fyrir þessa upptöku:        „I can say with complete conviction that the music on this CD played so beautifully by Peter Verduyn Lunel and Elísabet Waage will bring much pleasure to the listenener.“ (Ég get fullyrt að tónlistin á diski þessum sem er svo fallega flutt af Peter Verduyn Lunel og Elísabetu Waage mun færa hlustendum mikla ánægju). Dúóið flytur  sjaldheyrðar  tónsmíðar hins hollenska Henk Badings og Englendingsins  William Alwyn og  Elísabet leikur fagra Svítu fyrir hörpu eftir Benjamin Britten. Einnig er hér að finna umritun á Arpeggione sónötu Schuberts fyrir flautu og hörpu.

Harpa og selló



Á þessum geisladiski blandast dökkur sellóhljómurinn við bjarta hörputóna í undurfallegum lögum frá ýmsum tímum. Gunnar Kvaran og Elísabet Waage leika auk þess sónötu Schuberts sem samin var fyrir hljóðfærið arpeggione sem ekki er lengur til.

(Zonet 2004)