Elísabet Waage heillaðist af hörpu í æsku og lærði hörpuleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún stundaði framhaldsnám hjá Edward Witsenburg í den Haag í Hollandi og tók einleikara- og kennarapróf í hörpuleik frá Konunglega Tónlistarháskólanum.

Elísabet starfaði um hríð í Hollandi en flutti  aftur heim árið 2002. Síðan hefur hún m.a. komið fram með Caput-hópnum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Graduale Nobili – kórnum. Hún leikur í fiðlu- og hörpudúói með Laufeyju Sigurðardóttur, selló- og hörpudúói með Gunnari Kvaran og í tríói með Björgu Þórhallsdóttur sópransöngkonu og Himari Erni Agnarssyni orgelleikara. Auk þess leikur hún reglulega með ýmsum öðrum kammerhópum og kórum, spilar í kirkjuathöfnum og veislum og kennir á hörpu.

Elísabet Waage
 
Elísabet Waage
 
Elísabet Waage